UM VERKEFNIÐ ÞRETTÁN ÞRYKK

Týsgallerí hefur kallað saman þrettán listamenn til að vinna grafíkverkin sem safnað er í þessa möppu. Í hópnum má finna þaulreynda listamenn – tveir þeirra hafa verið fulltrúar Íslands á tvíæringnum í Feneyjum – og aðra sem nýlega hafa lokið námi. Hópurinn endurspeglar hugsjónina að baki galleríinu: að í gegnum samstarf og fordómalaus skoðanaskipti geti myndlistin stokkið yfir kynslóðabil og miðlað hugmyndum þannig að sýn hvers listamanns frjóvgi sköpun annarra og styrki um leið hvern og einn í sjálfstæðri nálgun sinni. Þessi hugsjón hefur verið helsti styrkur íslensks myndlistarlífs síðustu áratugi og hefur þroskast í gegnum listamannarekin gallerí, sýningarverkefni og útgáfur.

Um leið hafa slík verkefni verið leiðin til að koma myndlist á framfæri við almenning; ungir íslenskir listamenn hafa ekki beðið eftir því að söfn eða safnarar uppgötvi þá og komi á framfæri en hafa í staðinn sjálfir leitast við að koma á samskiptum við þá sem njóta listarinnar. Þetta var kannski helsta ástæðan fyrir því að hér varð mikil vakning í grafískri myndlist á fyrstu árum áttunda áratugarins. Með grafíkinni gafst listamönnum tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri við stærri hóp listunnenda og gerði fleirum fært að eignast listaverk og njóta þeirra heima í daglegu lífi sínu. Grafíklistin er í eðli sínu opin og demókratísk.

Þegar þessi tækni festi fyrst rætur á Vesturlöndum á fimmtándu öld varð bylting í myndrænni miðlun sem var ekki síður afdrifarík en prenttækni Gutenbergs. Almenningur hafði fram að því varla séð myndlist nema í kirkjum en allt í einu var hægt að nálgast hana alls staðar og grafíklistin endurspeglaði ekki bara smekk biskupa og aðalsmanna heldur talaði beint til fólksins og talaði um það sem skipti almenning máli.

Á Íslandi á áttunda áratugnum varð grafíklistin líka til þess að breiða út hugmyndir og hugsjónir sem brunnu á okkur: hugmyndir um kvennabaráttu, lýðræði og mátt fólksins til að hafa áhrif á samfélagið og menninguna. Myndlist er máttlítil ef enginn sér hana. Hún er fyrst og fremst samræða og við þurfum á henni að halda því í myndlist er hægt að hugsa margt sem ekki verður svo auðveldlega fært í orð.

Texti eftir Jón Proppé

ABOUT THE PROJECT

Týsgallerí has gathered thirteen artists to produce the prints in this collection. The group includes seasoned artists – two of them have represented Iceland at the Venice Biennale – as well as others who have only recently completed their studies. This grouping reflects the core vision behind the gallery: that through collaboration and open communication art can jump the generational gap and mediate ideas in such a way that the work of each one can contribute to the creative process of others while still fostering individual development. This vision has been the primary strength of the Icelandic art scene for the past decades, nurtured through artist-run galleries, exhibitions and publications.

Such projects also open a channel of communication to the wider public: young Icelandic artists have not waited for museum and collectors to discover them and publicise their work but have instead formed a direct alliance with those who seek and love to enjoy art. This was perhaps why so many artists turned to printmaking in the early 1970s. Through prints, artists could present their work to a much wider public and allow more people to acquire art and enjoy it at home as a part of their daily life. Printmaking is an open and democratic medium.

When this technique was first established in the West in the fifteenth century it triggered a revolution in the mediation of visual material, no less important than the development of moveable print. Most people had never seen art except in church but suddenly it was to be seen everywhere. Art no longer reflected only the tastes of the bishops and nobility; it spoke directly to the public and spoke of things that mattered to ordinary people.

Similarly, in Iceland in the 1970s, printmaking served to spread ideas and concerns that were topical: the struggle for gender equality, democracy and the right of common people to have a say in society and culture. Art has little effect if it is not seen. Art is primarily a form of dialogue and we all need it because in art so much can be expressed that we cannot easily convey through words.

Text by Jón Proppé

LISTAMENNIRNIR

Baldur Geir Bragason (f. 1976) útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2001 og nam svo við Kunsthochschule Berlin Weissensee hjá prof. Karin Sander. Baldur var aðstoðarmaður Birgis Andréssonar og hefur annast upphengi fyrir söfn og sýningarstaði. Baldur hefur sótt ráðstefnur á vegum Dieter Roth Akademíunnar á Íslandi, Þýskalandi og í Kína. Á ferli sínum hefur Baldur verið ötull við að sýna bæði á Íslandi og erlendis á einka og samsýningum. Verk eftir hann  eru í safneign Listasafns Reykjavíkur og í eigu safnara. Baldur hlaut hæstu úthlutun úr listasjóð Dungal 2010.  Hann býr og starfar í Reykjavík.

Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) hefur mestmegnis unnið við málverk síðan hann útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Hann hefur unnið með óhefðbundnar málunaraðferðir; málað og spreyað með mismunandi málningu á fundna hluti. Verk Davíðs Arnar eru persónuleg úrvinnsla á umhverfi hans sem hann varpar fram í myndmáli sem vísar í teiknimyndir, graffiti list, Pop list og vestræna listasögu. Davíð Örn hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á Íslandi og víða erlendis. Listasafn Íslands, Listasafn Háskóla íslands auk einkasafnara eiga verk eftir hann. Davíð fékk Dungal styrkinn árið 2008 og árið 2013 hlaut hann hin virta Carnegie Art Award styrk í flokki ungra listamanna. Davíð býr og starfar í Reykjavík.

Gabriela Friðriksdóttir (f. 1971) útskrifaðist frá Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1997 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölmörgum verkefnum, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hún vinnur með ýmsa miðla í listsköpun sinni, t.a.m. skúlptúr og innsetningar, málverk og kvikmyndagerð. Gabríela hlaut heiðursverðlaun Myndstefs 2005 og tilnefnd til hinna virtu Ars Fennica Award árið 2013. Gabríela tók þátt í Feneyjar tvíæringnum fyrir íslands hönd árið 2005.

www.gabriela.is

Guðmundur Thoroddsen (f. 1980) lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist með með MFA gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York  árið 2011. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi sem og erlendis og fjallað hefur verið um sýningar hans í ýmsum fjölmiðlum s.s. Artforum, The New York Times, Time Out New York og Dazed Digital. Hann hefur hlotið styrki úr styrktarsjóðum Guðmundu Andrésdóttur, Myndstefs, KÍM og Evrópu unga fólksins. Guðmundur er á mála hjá Asya Geisberg Gallery í New York.

Helgi Þórsson (f. 1975) Lauk BFA námi í myndlist frá Gerrit Rietfeld Akademíunni í Amsterdam 2002, nam Sónólógíu í Konunglegu Konservatoríunni í Haag og lauk 2004 MFA gráðu frá Sandberg stofnuninni í Amsterdam. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum viðsvegar um heim. Listasafn Reykjavíkur, Háskóli Íslands og bankar eiga verk eftir Helga sem og einkasafnarar. Helgi er einn stofnanda Kunstschlager, myndlistarrýmis. Helgi hefur hlotið verðlaun og styrki, meðal þeirra var tilnefning Gerrit Rietveld prize Winner 2002, AIAS samkeppnislaga sigurvegari í Seoul 2002 , Suður-Kóreu. 2008 Children’s Choice Award Utrecht Art Museum, tilnefningu til KunstRAI verðlaunanna árið 2003 og úthlutun úr listasjóð Dungal 2004.

helgithorsson.flavors.me

Kristín Eiríksdóttir f. 1981) lauk BA námi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2005. Fyrsta bókin hennar Kjötbærinn, kom út árið 2004. Á eftir fylgdu svo ljóðabækurnar Húðlit Auðnin árið 2006 og Annarskonar sæla árið 2008. Árið 2010 kom út smásagnasafnið Doris deyr og haustið 2012 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld – fjölskyldusaga. Hún hefur einnig skrifað leikrit: Karma fyrir fugla ásamt Kari Ósk Grétudóttur, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2013 og verkin Skríddu (apríl 2013) og Hystory (mars 2015) fyrir Borgarleikhúsið. Nýjasta bók Kristínar, ljóða og teikningabókin KOK var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Var hún að því tilefni með sýningu á myndverkunum í Týsgallerí.

Lilja Birgisdóttir (f. 1983) lauk námi í ljósmyndun við Konunglega listaháskólann í Hollandi árið 2007 og BA námi við Listaháskóla Íslands árið 2010. Frá námslokum hefur hún verið einn aðstandanda listamannarekna gallerísins Kling og Bang í Reykjavík og 2011 stofnaði hún listtímaritið Endemi ásamt öðrum listakonum. Lilja hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi sem og erlendis. Lilja hefur unnið í mörgum miðlum og fengist við myndverk, videólist, hljóðgjörninga og ljósmyndun. Lilja var höfundur opnunarverks Listahátíðar í Reykjavík 2013, The Vessel Orchestra, þar sem hún vann með kapteinum Reykjavíkurhafnar að því að búa til hljóðgjörning með skipaflautum 15 skipa. Meðal ljósmyndaverka Lilju má nefna myndir fyrir Damien Rice og Sigur Rós. Framundan hjá Lilju á næstunni eru sýningar í New York, Miami, Tallin og Helsinki og þáttaka í listamessunni NADA 2015. 

liljabirgisdottir.is

Logi Leó Gunnarsson (f. 1990) býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014. Hann vinnur aðalega með skúlptúr, hljóð og myndbandsmiðilinn. Nýlegar sýningar sem hann hefur tekið þátt í eru meðal annars Svona, svona, svona í Safnahúsinu, Young Seated White Porcelain Nude Female Figurine 736 42 í Miðstöð Æðri Listmenntunar, Laugarnesvegi 91 og “Jöfnur” sem listamaður vikunnar í Kunstchlager. Verk hans hafa verið birt í tímaritinu Listvísi og bókinni Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty.

logileo.info

Sara Riel (f. 1980) lauk MA námi við Kunsthocschule Berlin Weissensee árið 2005 og var Meisterschuler KHB 2006. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands. Sara er einna þekktust fyrir stór veggmálverk í Reykjavík og þá helst fyrir Fjöður á vegggafli Asparfells 12-14 í Breiðholti. Sara er virkur meðlimur í Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur og hefur hún hlotið ýmsar viðurkenningar og styrki úr listasjóðum DAAD, Svavars Guðnasonar og Ástu Eirkisdóttur og Guðmunda S. Kristinsdóttur (Erró sjóður).

sarariel.com

Sirra Sigrún Sigurðardóttir (f. 1977) lauk BA námi við Listaháskóla Íslands árið 2001 og MA í Art Practice frá School of Visual Arts í New York 2013. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Sirra er einn stofnenda og eigenda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar úr listasjóðum Dungal, Leifs Eiriksonar, Svavars Guðnasonar og Guðmundu Andresdóttur. Í desember síðastliðnum var Sirra á meðal 24 alþjóðlegra listamanna sem tímaritið Modern Painters útnefndi sérstaklega sem listamenn sem vert er að fylgjast með á komandi árum.

www.sirra.net

Snorri Ásmundsson (f. 1966) hefur verið starfandi sem myndlistamaður í tuttugu ár en á þeim tíma hefur Snorri staðið fyrir ýmsum samfélagsgjörningum sem hafa gjarnan vakið mikla athygli. Þar má nefna borgarstjóra framboð, forseta framboð. Einnig hefur Snorri boðið landslýð aflátsbréf til sölu gegn fyrirgefningu syndanna. Snorri hefur látið til sín taka sem gagnrýnandi á samfélagslegt ástand og notar til þess ýmsa miðla, t.d. málverk og teikningu, skúlptúr og innsetningar auk þess að hafa tekið kvikmyndalistina í sína þjónustu til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Frekari upplýsingar: www.snorriasmundsson.com

www.snorriasmundsson.com

Steingrímur Eyfjörð (f.1954) hefur verið mikilvirkur þátttakandi í myndlistarlífinu um árabil. Hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 og fór í framhaldsnám við Ateneum í Helsinki. Þaðan hélt Steingrímur í Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi og lauk námi árið 1983. Hann var einn stofnanda Gallerís Suðurgötu 7 og var hann einnig meðal stofnfélaga Nýlistasafnsins. Steingrímur var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007 og hlaut Sjólistaverðlaunin fyrir þá sýningu ári síðar. Verk eftir Steingrím eru í eigu listasafna og einkasafnara.

www.eyfjord.com

Þórdís Erla Zoëga (f.1988) býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk BFA námi árið 2012 úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam þar sem hún bjó í 4 ár.  Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi sem og víða erlendis.  Hún er starfandi meðlimur í Kunstschlager og á vegum Týsgallerís og NAU gallery í Stokkhólmi.  Einnig er hún meðlimur í alþjóðlega listahópnum Wiolators. Þórdís gerir vinnur með teikningar og klippimyndir þar sem hún leikur sér með sjónræna blekkingu og formpælingar undir áhrifum frá arkítektúr. Teikningarnar verða oft innblástur að innsetningum þar sem hún vinnur með rými, skynjun og sjónrænan misskilning,  þ.e.a.s  það sem að við höldum að sé rétt og það sem að við vitum að er rétt.

www.thordiz.com

CONTACT: helga@artzine.is

Pin It on Pinterest

Share This